Adele vill lítið brúðkaup

Talið er að söngkonan Adele hafi trúlofast kærasta sínum Simon Konecki í laumi í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að hún er milljónamæringur er haldið að hún kjósi frekar að hafa brúðkaup sitt í smáu og innilegu sniði.

Sjá einnig: Vitið þið hver Adele var á Hrekkjavökunni?

Hún vill hafa athöfnina sjálfa fámenna en er síðan til í spæsa í almennilegan mat eftir á.  Talsmaður hennar neitar að svara spurningum varðandi komandi brúðkaup, en Adele er sjálf enn á tónleikaferðalagi um heiminn.

Adele á eitt barn með Simon, soninn Angelo og Simon á dóttur úr fyrra sambandi. Hún ætlar sér að taka sér annað frí frá tónlistinni eftir að hún hefur lokið ferðalagi sínu til þess að hugsa um son sinn, sem er henni mikilvægastur allra.

Sjá einnig: Kemur Adele á óvart á tónleikum

 

3A5E4A9A00000578-3952056-image-a-24_1479548152011 39DBE8E500000578-3952056-image-m-26_1479548185618

SHARE