Kemur Adele á óvart á tónleikum

Kærasti söngkonunnar Adele, Simon Konecki, kom henni svakalega á óvart í lok tónleika hennar í Nashville.

Adele er vön að láta hvíta og svarta miða fljúga niður úr loftinu í lok tónleikana með árituðum söngtextum úr lögum hennar sjálfrar. Í þetta skipti gerðist það hinsvegar að miðarnir voru bleikir og á þeim stóðu skilaboð eins og „You are an angel“, „I love you“ og „Love you long time“ og voru skilaboðin rituð af Simon. Ástæðan fyrir þessar rómantík var að þau voru búin að vera saman í 5 ár á þessum degi.

 

Sjá einnig: Adele mætti óboðin í barnaafmæli

 

Adele er í miðri tónleikaferð núna en hún hefur gefið það út að hún ætli sér að taka sér 10 ára frí frá tónleikahaldi eftir þetta. Hún vill einbeita sér að því að ala son sinn upp.

 

SHARE