Æðisgengnar neglur á HairDoo – Myndir

Allt er leyfilegt í nöglum, það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða.

Hver kúnni hefur sína skoðun og sinn stíl, sumar vilja hafa neglurnar stuttar, aðrar langar, hvítt french, litað french, það eru endalausir möguleikar, þetta er svolítið svona „mix and match“ og fyrir konur á öllum aldri.

Neglur með hvítu french er alltaf classic en það er gaman að poppa það upp með smá steinum og skrauti fyrir ákveðin tilefni s.s. árshátíðir og jólahlaðborð.

Nú hefur verið mikið um það á Hairdoo að fá sér „stiletto“ neglur einsog Rihanna og fleiri hafa verið að skarta, þá höfum við verið að hafa þær heillitaðar og jafnvel með miklu glimmeri, formið á nöglunum er skemmtilegt og lengir og grennir fingurnar.

Heillitaðar neglur hafa einnig verið að koma sterkt inn, þá er eins og nöglin sé naglalökkuð, rosalega smart.

Glimmer gelin eru rosalega vinsæl sem og sterkir litir, fjólublár og bleikur hafa þá verið vinsælastir og svo fyrir þær sem þora eru sebra- og blettatígramunstur mjög töff

Við höfum verið að gera neglur á stelpur sem taka þátt í Fitness, þá vilja þær oft hafa neglurnar extra langar og vel skreyttar

Nú fara jólin að koma og við erum með nóg af skrauti og glimmer til að gera neglurnar jólalegar og fínar.
Fjólubláar neglur

Fitness neglur
Blettatígramunstur
Hvítar með bleiku glimmeri
Hvítt french með smá skrauti
Hvítt french sebramunstur og steinar
Sebramunstur
Vel skreyttar neglur
Bleikar með sebramunstri og krossi úr steinum
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here