Æðisgengnir íþróttahaldarar á frábæru verði!

Við vitum allar hvað það skiptir miklu máli að vera í góðum íþróttatopp þegar við erum að hlaupa, skokka eða jafnvel á hestbaki. Þar sem Reykjavíkurmaraþonið er á næstu dögum og allir eru að fara að sökkva sér í hreyfingu þegar haustið kemur þá fórum við að leita að hverjir væru með góða íþróttatoppa og íþróttahaldara.

Við komumst að því að Misty er komin með frábæra haldara frá Freya,  sem eru ekki bara þægilegir heldur flottir líka. Við kíktum á þær á Laugaveginum og fengum að skoða þessa frábæru vöru.

FREYA-ACTIVE-BLACK-SOFT-CUP-SPORTS-BRA-4001-SHORT-4498-CONSUMER

Það sem Bjarma sagði okkur var að haldararnir eru úr alveg sérstöku efni sem heldur vel við brjóstin án þess að gefa manni þá tilfinningu að maður sé bundin. Við fengum að prófa og það var alveg magnað að finna hversu vel allt hélst á sínum stað og það var bara eins og haldarinn væri partur af manni. Efnið í höldurunum er ekkert venjulegt efni en það andar meira en flest efni í svona fatnaði. Þeir eru léttir og mjúkir en halda og móta brjóstin alveg eins og við konur viljum.

freya-freya-active-uw-moulded-sports-bra-aa4892-stm

Sumar týpurnar eru gæddar þeim hæfileika að hægt er að krækja böndunum saman milli herðablaðanna og heldur hann þá enn betur við. Það sem er líka svo frábært við Misty er að þar færðu ALLAR stærðir af brjóstahöldurum og þá meina ég ALLAR! Þannig að allar konur ættu að geta fengið sitt númer hjá þeim og einnig eru brjóstamælingar framkvæmdar á staðnum.

10559833_10152317800597153_3674714063591195494_n

SHARE