Æðisleg hekluppskrift af teppi

Hér kemur uppskrift vikunnar í boði vefsíðunnar Handverkskúnst.is en þar má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik sem snýr að handavinnu.

Stör – heklað teppamynstur

Það er svo einfalt að hekla þetta teppi. Þrátt fyrir einfaldleika sinn er hægt að gera teppið mjög svo flott með því að velja skemmtilega liti. Og áferðin er svo skemmtileg.

Uppskrifin:


Ath:
 Notið stærri heklunál en þið mynduð vanalega nota með því garni sem þið veljið. Mynstrið í þessu teppi er frekar þétt og ef teppið er heklað of fast þá verður það of þykkt í sér og ekkert sérstaklega þægilegt.
Fitjið upp margfeldið af 3, bætið svo við 2 ll.


1. umferð:
 1 hst í 3. ll frá nálinni, 1 st í sömu lykkju, *hoppið yfir 2 ll, 1 fp, 1 hst, 1 st allt í 3. ll frá nálinni*, endurtakið frá * til * þar til 3 ll eru eftir af upphafslykkjum, hoppið yfir 2 ll, 1 fp í seinustu ll.


2. umferð:
 Snúið við. 1 ll, 1 hst, 1 st í fyrstu lykkju (eða seinasta fp fyrri umf), *hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fp, 1 hst, 1 st í 3. lykkju frá nálinni (fp fyrri umf)*, endurtakið frá * til * þar til 3 lykkjur eru eftir af umf, hoppið yfir 2 lykkjur, fp í 1. ll fyrri umferðar. (Það er stundum smá vesen að ná í þessa ll en það kemst fljótt upp í vana).
Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið eins langt og þið viljið hafa það.


Kanturinn:

Áður en ég hekla kant á Stör teppið geri ég eina til tvær umferðir af fp. Svo geri ég þann kant sem heillar mig að hverju sinni.

Uppskrift að nokkrum hekluðum köntum má finna á síðunni þeirra. 

Almennar leiðbeiningar fyrir hekl, byrjendur og lengra komna.


 

Tengdar greinar: 

Litlar jóladúllur  – hekluppskrift í boði Handverkskúnst

Hekluð snjókorn – einföld uppskrift

Ný prjónabók: Tvöfalt prjón – uppskrift af fallegu eyrnarbandi

SHARE