Æðisleg kaka – Uppskrift

Þú þarft ekki einu sinni að hita ofninn- bara að njóta kökunnar !

Langar þig alveg rosalega í sneið af köku en hefur engan tíma til að baka? Það er ekki flókið að leysa málið! 

 

Búðu til skelina –

Settu pakka af  graham kexi eða LU kexi í plastpoka, malaðu kexið með því að rúlla kökukefli yfir pokann. Bættu ½ bolla af sykri og ½ bolla af bræddu smjöri saman við mylsnuna, blandaðu þessu vel saman og settu það svo á botninn á formi.

 

Kakan

Blandaðu saman í stórri skál 250 gr af sýrðum rjóma, 1 pela af rjóma (sem þarf að þeyta) og ½ bolla af sykri. Þetta er hrært saman og svo er hrærunni hellt í formið, ofan á skelina úr grahms/LU kexinu. Láttu standa í ísskáp u.þ.b. tvo tíma.

 

jarðarberin (eða aðrir ávextir) ofan á kökuna  

Þú setur bara það ofan á kökuna sem þig langar mest í – ný jarðarber, ferskjur,nýjan ananas eða hvað annað sem þér dettur í hug!

Njóttu vel.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here