Æðislegar og sumarlegar neglur

Karitas Ósk Þorsteinsdóttir er ung kona sem hefur mikið að gera og stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem ber nafnið Karitas Cosmetics ehf. Karitas er naglafræðingur og gerir neglur en heldur einnig úti vefversluninni Jamal.is.

Karítas Ósk Ahmed Þorsteinsdóttir er naglafræðingur og förðunarfræðingur, eigandi Karitas Cosmetics ehf og Jamal.is. Instagram & karitas_jamal.is

Vinsælustu litirnir í sumar

„Á hverju ári koma nýjir litir frá vörumerkjunum Indigo Nails og Neonail sem við erum umboðsaðilar af. Ég er extra spennt fyrir litunum sem voru að koma núna, ég elska pastel, nude og GLIMMER svo ég er að fá allskonar skemmtilegt bland í poka af því sem er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ sagði Karitas í spjalli við Hún.is. Nýjasta línan okkar SPRINGSECCO COLLECTION frá Indigo Nails er svoldið stíluð á brúðkaup og partý viðburði.

„Nýjasta línan okkar frá Neonail sem heitir WILD SIDE OF YOU er með 10 nýja jarð- og pastelliti,“ segir Karitas.

„Jamal.is er með eitt stærsta naglalitaúrval á Íslandi og erum við mjög stolt af því. Við erum með yfir 600+ gelliti fyrir naglafræðinga og þá sem hafa áhuga á naglatísku. Það er svo gaman þegar nýjir viðskiptavinir koma og prófa vörurnar okkar, þeir verða flestir, ef ekki allir, jafn ástfangnir og ég,“ segir Karitas og bætir við að það skipti miklu máli að vera með góð efni þegar að maður er fagaðili og að hafa gott og fjölbreytt úrval.

„Indigo Nails og Neonail eru ekki bara stærstu naglamerki Evrópu heldur eru þær í ótrúlega fallegum umbúðum og með skemmtileg nöfn, svo bæði ég og viðskiptavinirnir erum fljót að læra nöfnin á litunum. Litaval fer mikið eftir viðskiptahópnum en ég er svo heppin að hafa mjög fjölbreyttan viðskiptahóp, svo ég er aldrei að gera það sama. Nýja línan hefur þó vakið mikla lukku, enda er líka alltaf gaman að eiga gott litaúrval, sérstaklaga fyrir þá sem eru allt árið um kring með neglur. Á sumrin þegar að það fer að birta úti og allir komast í sumarskap, þá velur fólk sér heldur bjartari liti, pastel, nude eða hlutlausa,“ segir Karitas að lokum.

Til að fagna sumrinu ætlar Jamal.is að veita lesendum okkar 15% afslátt af öllum gellökkum þeirra ef notaður er afsláttarkóðinn „hun“ í vefversluninni. Kóðinn verður virkur til 18. júní næstkomandi.

Jamal.is á Instagram
Neglur eftir Karitas

SHARE