Æðislegar vanillubollakökur

Þessar ægilega fínu bollakökur koma af blogginu hennar Tinnu BjargarÞetta eru kökur sem lífga upp á öll veisluboð og eru einstaklega bragðgóðar. Það má nú alveg skella í eina svona uppskrift um helgina. Það held ég nú!

Sjá einnig: Fljótlegu bollakökurnar með súkkulaðikremi

11414510_10153361110212453_832088136_n

Bollakökur

270 gr sykur

115 gr mjúkt smjör

2 stór egg

1 og 1/2 tsk vanilludropar

280 gr hveiti

2 og 1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

245 ml mjólk

  • Þeytið sykur og smjör sama þar til blandan verður ljós og létt. Bætið við einu eggi í einu ásamt vanilludropum.
  • Blandið saman í aðra skál hveiti, lyftidufti og salti. Hrærið helmingi þurrefnablöndunnar saman við smjörblönduna, síðan mjólkinni og loks afgangi af þurrefnablöndunni.
  • Hrærið deigið þar til allt hefur blandast vel saman. Fyllið muffinsform af deigi til hálfs með matskeið eða teskeið.
  • Bakið bollakökurnar við 170° í 20-25 mínútur og kælið áður en smjörkremi er sprautað á þær.

Sjá einnig: Syndsamlegar súkkulaðibita-bollakökur

Smjörkrem

450 gr mjúkt smjör

500-600 gr flórsykur

2 og 1/2 tsk vanilludropar

matarlitur eftir smekk

  • Þeytið smjör til að mýkja það og bætið við flórsykri smátt og smátt. Hrærið því næst vanilludropum og matarlit saman við kremið.
  • Setjið kremið í sprautupoka með sprautustút 1M eða 2D frá Wilton. Sprautið kreminu á bollakökurnar og myndið fallegar rósir.
  • Byrjið á að sprauta sma kremi í miðju hverrar köku og sprautið áfram í hringi þar til bollakakan er öll þakin kremi.

 

SHARE