Æðislegir vegglímmiðar fyrir strákaherbergi – Myndir

Hjá Pottery Barn Kids eru til alveg æðislegir límmiðar til að líma á veggi í barnaherbergjum. Þetta eru einfaldar en fallegar myndir sem gaman er að horfa á og gefa herbergjunum hlýlegan og ævintýralegan ljóma. Þessir límmiðar haldast líka vel á og flagna ekki af svo þú þarft ekki alltaf að vera að laga þá.

Það er ekki svo mikill munur á límmiðum fyrir stráka og stelpur en hérna eru nokkrar uppástungur að límmiðum í strákaherbergið. Fylgist svo endilega með á næstu dögum því við munum birta líka límmiða fyrir stúlkur og einni í blönduð herbergi.

Þetta er ekkert smá flott og þarf ekki endilega bara að vera í smábarnaherbergjum heldur þolir alveg að barnið sé orðið nokkurra ára

Þessar lestir eru líka mjög flottar og hægt er að láta skrifa nafn barnsins í reykinn

Flugvél með borða aftan í. Á hann er hægt að skrifa nafn barnsins

Fílarnir eru mjög sætir

Gíraffi og fíll undir tré, ótrúlega flott!