Ætlar að gefa verðlaunaféð ef hún sigrar

Hún Marta Magnúsdóttir er tvítug stúlka með stóra drauma. Hana langar að komast í 6 mánaða heimsreisu og einnig að styrkja Regnbogabörn og Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar. Þess vegna tekur hún þátt í keppni á netinu sem gæti gert henni þetta kleift.

„Ég hef alltaf haft gaman af ferðalögum, stórum sem smáum. Ég útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í desember og hef síðan þá verið að vinna mér inn peninga í ferðasjóð. Ég sá keppnina auglýsta og eftir að ég var búin að fullvissa mig um að þetta væri ekki of gott til að vera satt skráði ég mig til leiks. Því sigri ég keppnina slæ ég margar flugur í einu höggi, svo sem að láta gott af mér leiða, ferðalagið sjálft og þjálfun í að koma fram og skrifa, því á meðan ferðinni stendur er ætlast til að maður geri „videoblogg“ og ferðasögur,“ segir Marta þegar hun.is spyr hana hvers vegna hún hafi ákveðið að taka þátt í þessari keppni.

Auðvelt að velja málefni til að styrkja

Þegar við spyrjum Mörtu hvers vegna hún hafi valið Regnbogabörn og Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar til þess að gefa sigurfé, ef hún sigrar þessa keppni, segir hún þetta:

„Það var mjög auðvelt val, vandinn sem þessi samtök eru að reyna að leysa úr er mjög alvarlegur og ofboðslega vand með farinn.  Af hverju ég ætla að gefa þeim féð, verði sigurinn minn, er í stuttu máli sá að fyrir mig, stúlku sem ekki reykir, drekkur né neytir eiturlyfja og er hvorki þolandi né gerandi í einelti, þá eru þessi mál svo fjarri, en samt ekki því ég veit af þeim allt í kringum mig. Ég vil hjálpa til og vonandi verður sigurinn minn svo ég geti gefið fagaðilum fé til að efla sína starfsemi.“

Verður ekki ein í útlöndum

Það dreymir marga um að fara í heimsreisu og við spyrjum Mörtu hvort hún ætli sér að fara ein í ferðina: „Skemmtileg spurning, þó ég stefni á sigur er ég ekki komin svo langt að ákveða það. En ég er samt búin að leyfa mér að dagdreyma aðeins og svarið er því nei og já. Ferðalagið stendur yfir í sex mánuði, ég myndi líklegast fá einhverja félaga með mér í einhvern tíma hingað og þangað, en svo á ég líka hátt í tvöhundruð erlenda vini sem ég hef kynnst í gegnum skátastarf, svo ég myndi eflaust hafa samband við þá,“ segir þessi skemmtilega stúlka að lokum.

Til þess að kjósa Mörtu farið þið á þessa síðu.

602055_4701545383071_1407945051_n

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here