Ætlar ekki að eignast fleiri börn

Söngkonan Jessica Simpson hefur ekki hug á að eignast fleiri börn samkvæmt nýjustu Instagram myndinni hennar.

Jessica sem er 34 ára á tvö börn með eiginmanni sínum fyrrum NFL fótboltamaðurinn Eric Johnson en þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum. Saman eiga Jessica og Eric dótturina Maxwell, tveggja ára og soninn Ace sem er eins árs. Það gekk erfiðlega hjá skötuhjúunum að láta pússa sig saman en það tók þau þrjár tilraunir til að ná að láta verða af þessu. Það sem kom í veg fyrir fyrri brúðkaupsplön voru barneignir en sjö mánuðum eftir að Jessica átti Maxwell tilkynnti hún að hún ætti von á öðru barni.

Myndin sem Jessica birti var af henni og barni vinkonu hennar en undir myndina skrifaði hún:

„I love you Jack, but I do not want another!!“

Þessi orð hennar koma líklega því engum á óvart en það getur verið krefjandi að vera með tvo börn undir þriggja ára aldri.

 

article-0-1FD560F100000578-374_634x997

 

 

SHARE