Ævintýri munaðarleysingjans Annie frumsýnd í febrúar

Yndislega ævintýrið um Annie litlu, munaðarleysingjann sem elst upp á götum New York verður frumsýnd þann 16 desember nk. en það er Quevenzhané Wallis, sem fór með hlutverk í kvikmyndinni Southern Wild og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt, sem fer með hlutverk Annie í þessari hugljúfu og klassísku mynd.

Tónlistarkonan Sia flytur titillag myndarinnar sem var opinberlega kynnt í gær og má hlýða á hér fyrir neðan, en í myndbandinu má sjá hina hrífandi Quevenzhané í hlutverki Annie.

Sagan segir af því hvernig Annie, sem var yfirgefin af foreldrum sínum sem ungabarn með þeim orðum að þau myndu snúa aftur til að sækja hana þegar hún yrði eldri, sigrast á erfiðleikum og hindrunum lífsins þó hún sé ekki há í loftinu en það er Cameron Diaz sem fer með hlutverk Miss Hannigan, vondu stjúpunnar. Snúast fer til betri vegar þegar hörkutólið og borgarstjóraframbjóðandinn Will Stacks sem leikinn er af Jamie Foxx fylgir ráðum almannatengilsins síns sem leikin er af Rose Byrne og tekur hina barnungu Annie undir sinn verndarvæng. En þrátt fyrir að Stacks trúi því í upphafi að hann sé ábyrgðarmaður og bjargvættur Annie kemur fjótlega í ljós að það er sjálf Annie, sem með óbilandi sjálfstrausti og geislandi jákvæðni kollvarpar viðhorfum töffnaglans til lífsins og tilverunnar.

Gullfalleg ballaða úr smiðju SIA en kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi þann 27 febrúar 2015:

11 ára vekur athygli í sturluðum dansi í myndbandi SIA

Katie Perry og Rihanna höfnuðu smellinum Pretty Hurts – Myndband

SHARE