Af hverju ég ætla að óska eftir skilnaði árið 2014!

Jarrid Wilson er eiginmaður, prestur og rithöfundur sem býr í Bellingham í Washington. Hans hvatning í lífinu er að hjálpa öðrum að finna sig með Guði. Jarrid skrifaði eftirfarandi færslu á bloggið sitt:

Áður en þið gerið ráð fyrir að ég ætli að yfirgefa eiginkonuna mína, skal ég segja ykkur að það er ekki málið. Ég ætla að yfirgefa allt aðra. Þá sem að þið vitið jafnvel ekki um. Þá sem að tekur of mikið af tíma mínum, glepur mig frá tíma með eiginkonunni minni og eyðir jafnvel tíma með mér seint á kvöldin og fram á nótt.

Nafn hennar er Iphone 5. Hún er einstaklega klár, fyndin, traust og passar upp á að ég fylgist með öllu því helsta. Og þó að hún sé alltaf mér við hlið, get ég ekki annað en tekið eftir að hún heldur mér frá því að verja tíma með þeim sem skipta mestu máli í lífi mínu: Guð, eiginkona mín, fjölskylda mín og draumar mínir.

Hún er mjög góð í að halda athygli minni. Svo góð að ég hef verið þekktur fyrir að hunsa algjörlega fólk sem er að reyna að eiga í samræðum við mig. Hún freistar mín að nota öppin hennar í kirkju, við brúðkaup og jarðarfarir, í stað þess að vera á staðnum og njóta stundarinnar án þess að vera með hugann annarsstaðar. Hún meira að segja kemur í veg fyrir að ég vinni að persónulegum málum sem hafa tímamörk.

Hún er mjög ónæm þegar kemur að öryggi mínu og er alltaf að freista mín að vera með henni þegar ég er að keyra. Ég get ekki annað en tekið eftir að hún er hægt og bítandi að hafa áhrif á félagslífið, hjónabandið og líf fólksins í kringum mig. Margir láta eins og þetta sé ekkert stórmál, en ég ímynda mér að því lengur sem við hunsum þetta mál, því verri verða samskipti fólks með tímanum.

VIÐ VERÐUM AÐ GERA SÍMANA OKKAR AFTUR AÐ FYLGIHLUT AÐ EKKI FORGANGI.

Áskorun 2014: Skildu við símann þinn, öppin, fréttaveituna og einbeittu þér að samskiptum við fólk sem skiptir máli.
Gerðu áheit um að verja umtalsverðum tíma frá gemsanum þínum, slökktu á honum og farðu í staðinn að eiga persónuleg samskipti sem munu standast tímans tönn.

Fyrir utan Guð þá á eiginkonan mín skilið að vera forgangsatriði í mínu lífi og ég vil ekki að neitt komi í veg fyrir það. Raunveruleikinn er sá að við erum öll gift símanum okkar á einn eða annan hátt.

Takið eftir að það eru ekki allir sem eru að ströggla við þetta vandamál. En ég vona að þú takir þetta samt til umhugsunar.

1. Lærðu að hafa jafnvægi á þeim tíma sem að þú eyðir í símanum þínum.
2. Notaðu símann sem fylgihlut frekar en forgangsatriði.
3. Settu takmörk á hvenær og hvar þú mátt nota símann.
4. Stjórnaðu hvernig þú notar símann og hættu að láta hann stjórna þér.
5. Reyndu að verja hluta af helgunum ótengdur, með slökkt á símanum.

Árið 2014 geri ég heit um að skilja við símann minn. Vilt þú taka þátt með mér? 
Deildu þessu með vini og komum hreyfingunni “Skildu við símann þinn” í gang.

-Jarrid Wilson.

Þrátt fyrir að ég sé ekki gift símanum mínum eins og Jarrid, heldur mun frekar í misgóðu sambandi við hann og hvorugt okkar veit hvert það stefnir eða hversu vel við eigum saman, get ég ekki annað en hugsað um orð Jarrids og tekið þau að einhverju leyti til mín.
Hversu vel eiga orð hans við þig og símann þinn? Er kominn tími á skilnað?

SHARE