Af hverju er maðurinn þinn svona mikið fyrir „bakdyrnar“?

Það eru mjög margir karlmenn sem hafa mikinn áhuga á endaþarmsmökum og getur það farið í taugarnar á mörgum konum og haft neikvæð áhrif á sambönd.

Cosmopolitan fékk nokkra aðila sem eru sérfróðir um kynlíf til þess að segja frá því AF HVERJU karlmenn eru svona uppteknir af „bakdyrunum“.

1. „Þetta er tabú“.

Í gegnum tíðina hafa endaþarmsmök ekki verið viðurkennd sem eitthvað sem er „leyfilegt“. Það, eitt og sér, að þetta er „bannað“ gerir þetta ennþá meira spennandi fyrir karlpeninginn, þeir vilja eftir allt saman alltaf fá það sem er ekki í boði – Darren Michaels verðlaunaður höfundur erótískra sagna.   

2. Klámið

Margir menn setja samasem merki á milli þess sem þeir sjá í klámi og þess sem þeir halda að þeir eigi að fá í svefnherberginu. Í klámmyndum þykir ekki tiltökumál að stunda endaþarmsmök og karlmenn geta dottið inn á þannig myndir án þess endilega að vera að leita að því. – Darren Michaels verðlaunaður höfundur erótískra sagna.   

3. Hann heldur að allir aðrir séu að gera það

Vegna þess hvað endaþarmsmök eru orðin algengur hluti að klámi þá geta karlmenn haldið að þeir séu að missa af einhverju ef þeir eru ekki að gera þetta líka. – Ian Kerner kynlífsráðgjafi og höfundur bókarinnar Good in Bed 

4. Hann fílar það að stjórna

Hluti af ástæðunni fyrir því að karlmenn vilja fara inn bakdyramegin er sú að karlmönnum líður þá eins og þeir séu að stjórna. Það er sérstaklega hrífandi tilhugsun, sér í lagi ef menn eru frekar hógværir í daglega lífinu. – Darren Michaels verðlaunaður höfundur erótískra sagna.   

5. Þetta er eitthvað nýtt

Flestir menn ELSKA nýjungar svo eitthvað nýtt og öðruvísi er alveg einstaklega aðlaðandi. Sumum líta líka á endaþarmsmök sem einhverskonar gjöf frá konunni, gjöf sem er sjaldgæf og einstök. – Emily Morse kynfræðingur

6. Hans fyrrverandi elskaði það (að hans sögn)

Flestar konur kjósa frekar venjulegt kynlíf frekar en „bakdyrnar“ þó svo að ein og ein kona fíli hvort tveggja alveg jafn vel. Ef karlmaður hefur verið í sambandi þar sem konan var alltaf til í þetta, þá vill hann fá að gera þetta reglulega með sinni núverandi líka.  – Darren Michaels verðlaunaður höfundur erótískra sagna.

7. Það eru engar líkur á þungun

Þetta er mjög praktískt ef þú hugsar þetta út frá því að þú viljir ekki verða þunguð. Það er ólíklegt en það getur gerst að sæði smitist yfir í leggöng og þungun eigi sér stað. – Ian Kerner kynlífsráðgjafi og höfundur bókarinnar Good in Bed 

8. Þetta er svo mikil nánd

Sumir karlmönnum fíla þetta því þeim finnst svo mikil nánd falin í því að stunda endaþarmsmök. Það þarf að undirbúa þetta vel og konan þarf að treysta manninum fullkomlega. –  Emily Morse kynfræðingur

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here