Afbrýðisemi er ástæða skilnaðarins

Eins og við sögðum ykkur frá er Britney Spears að skilja við unnusta sinn, Jason Trawick. Í The Sun í gær var sagt frá því að ástæða skilnaðarins væri að Jason hefði fengið nóg af því að vera hálfgerð barnfóstra Britney.

Sagt er í fréttinni að Jason hafi liðið eins og fanga á heimili þeirra í Los Angeles og þráði það heitast að fá lífið sitt til baka því leikkonan var mjög eigingjörn á hann og hafi viljað hafa hann sem mest heima við. Britney mun meira að segja hafa gengið svo langt að eiga við vekjaraklukkuna hans til þess að hann missti af fundum sem hann þurfti að fara á.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here