Afi ársins verslar inn

Kona sem brá sér í verslun að kaupa í kvöldmatinn gekk á eftir afa og barnabarni hans, en drengurinn lét vægast sagt illa. Afinn átti fullt í fangi með drenginn öskrandi og suðandi um nammi, kökur, dót og allt sem fyrir augu bar.  Afinn sagði með stilltri rödd: Rólegur Jón, við verðum ekki lengi, rólegur.

grocerystorekid
Krakkinn hélt áfram að garga og hún heyrði afann segja: Þetta er allt í lagi Jón, bara nokkrar mínútur í viðbót og við förum heim, þú getur þetta. Við kassann byrjaði krakkinn að henda vörum úr kerrunni og enn hélt afinn áfram: Svona svona Jón, slakaðu á. Ekki æsa þig, við verðum komnir heim eftir 5 mínútur.
Hrifin af jafnaðargeði afans gekk konan að honum þar sem að hann var að setja vörurnar og barnið í bílinn. Ég veit að þetta kemur mér ekki við, en ég vildi bara segja þér að þú stóðst þig ákaflega vel. Ég veit ekki hvernig þú fórst að. Þú hélst jafnaðargeði allan tímann, alveg sama hvernig barnið lét. Jón er heppinn að eiga þig sem afa.
Takk, sagði afinn. En ég er Jón, krakkafíflið heitir Ólafur!!

 

SHARE