Áhrif orkudrykkja á líkamann

Hvað eru orkudrykkir?
Undir orkudrykki flokkast flestir þeir drykkir sem innihalda mikið magn koffíns, ásamt því að í flestum þeirra má einnig finna viðbætt vítamín, grænt te eða önnur virk efni. Einnig er algengt að þessir drykkir innihaldi sætuefni í stað sykurs.

Hvað er koffín?
Koffín er náttúrulegt, örvandi og ávanabindandi efni sem finnst í ýmsum vörum svo sem kaffi, kakói, gúarana sem og svörtu og grænu tei . Matvæli unnin úr þessum vörum geta einnig innihaldið koffín. Koffín hefur æðaútvíkkandi áhrif ásamt því að hjartsláttur verður örari, þetta veldur auknu blóðflæði til líffæra sem orsaka þau örvandi áhrif sem fólk verður fyrir við neyslu efnisins.

Hver eru áhrifin?
Þessara drykkja er í flestum tilfellum neytt til að ná fram einhverskonar örvandi áhrifum, draga úr þreytu eða auka einbeitingu og/eða afkastagetu.

Neysla koffíns  í miklu magni getur haft neikvæð áhrif bæði á líkamlegt sem og andlegt ástand. Helstu einkenni geta verið höfuðverkur, svimi, ógleði, skjálfti, erfiðleikar varðandi svefn, hjartsláttartruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, kvíðatilfinningar, áhrif á tannglerung o.fl.

Börn, unglingar og barnshafandi konur eru hópar sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir neikvæðum áhrifum koffín neyslu, en taugakarfi barna og unglinga er í stöðugri mótun og geta óæskileg áhrif komið fram jafnvel við litla neyslu. Þar sem að koffín getur ferðast í gegnum fylgju og til fóstur, verður fóstrið fyrir áhrifum koffíns, og vara áhrifin lengur hjá þeim en hjá móður. Neysla þess í miklu mæli á meðgöngu hefur verið tengd við fæðingarþyngd nýburans sem og auknar líkur á fósturláti.

Hámarksneysla koffíns skv. EFSA (Matvælastofnun Evrópu)

HópurMagn
Fullorðnir400mg
Barnshafandi konur200mg
Börn og unglingar1,4 – 3 mg/kg *

*Hjá börnum og unglingum er miðað við að neikvæð áhrif á svefn komi fram eftir neyslu 1,4mg/kg, öryggismörk fyrir hjarta og æðakerfi miðast við 3mg/kg.

Innihald koffíns í algengum drykkjum

Orkudrykkir (330ml)100-180mg
Kaffibolli (200ml)100mg
Kóladrykkir (500ml)65mg
Kakódrykkur (250ml)4,5mg

Ýtarefni frá Embætti Landlæknis og MAST

Höfundur greinar

Heimild Doktor.is

SHARE