Áhrifavaldur látinn eftir stífa megrun

Hin 21 árs gamli áhrifavaldur Cuihua lést nýlega, í líkamsræktarbúðum, þar sem hún var til að létta sig hratt.

Fjölskylda Cuihua hefur staðfest andlát hennar í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en Cuihua var mjög vinsæl á samfélagsmiðlinum Douyin sem er í raun sama forrit og TikTok en er samþykkt í Kína.

Fjölskyldan kennir líkamsræktarbúðunum ekki beint um andlát Cuihua. Það er ekki enn búið að upplýsa um hver dánarorsök hennar var, en foreldrar hennar hafa nefnt að hún hafi leitað til læknis eftir að hafa liðið illa eftir æfingar.

Cuihua leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með henni í leið hennar að léttara lífi en hún hafði lést um 36 kg á 8 mánuðum, en hún stefndi að því að léttast um 90 kg á sem skemmstum tíma.

SHARE