Áhugaverð sundföt ungs manns á ströndinni á Ibiza

Hér á landi er nafnið Bobby Norris ekki þekkt nafn en hann leikur í Breska raunveruleikaþættinum The only way is Essex, sem ekki er frásögu færandi nema að því leyti að hann er við tökur á þættinum á Ibiza og ákvað að skella sér á ströndina í hreint út sagt athyglisverðum “sund”fatnaði. Þessi múndering hefur í erlendum fjölmiðlum verið kölluð Bobby Ball Bag sem á íslensku myndi þýðast sem kúlupoki Bobbys. Ekki er vitað hvort þetta sé alþjóðlegt nafn þessa fatnaðar eða ekki en eitt er ljóst að þetta fellur ekki að smekk allra!

nrm_1411659156-rexusa_2405359afjpg

 

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hann skellir sér á ströndina í fatnaði sem teldist frekar óhefðbundinn því hann var á ströndinni í spænska bænum Marbella um daginn með kærasta sínum og voru þeir myndaðir í eins sundfatnaði, bara í sitthvorum litnum.

53a1a7f735a5c_-_cos-budgie-smuggler-001

 

Þessi skýla mun örugglega skilja eftir sig áhugavert sólarfar.

53a1a7f5ccbc1_-_cos-budgie-smuggler-de

53a1a7f83a326_-_cos-budgie-smuggler-002

 

Getið þið ímyndað ykkur að þetta sé þægilegt? Hvað finnst ykkur? Erum við að horfa á sumartísku íslenskra karlmanna í sundfatnaði fyrir árið 2015?

SHARE