„Allar konur sem munu sjá á mér liminn munu verða fyrir vonbrigðum.“

Pete Davidson (26) er þekktur fyrir uppistönd sín og að hafa verið unnusti Ariana Grande um tíma. Ariana hefur meðal annars kallað samband þeirra „truflun“ en einnig talar hún um samband þeirra sem „agalaust, skemmtilegt og geðveikt og mjög óraunhæft“. Pete svarar þessum athugasemdum heldur betur í nýju uppistandi á Netflix.

„Hún hefur lögin sín og svona en þetta er það sem ég hef,“ segir Pete um Uppistandið. „Þið segið kannski: Pete þetta er ekki sanngjarnt, þú ert að viðra óhreina þvottinn þinn. Hvernig geturðu gert þetta? Til vina hennar sem segja þetta: Nei hún sagði þetta í Vogue.“

Sjá einnig: Glæný mynd af Adele eftir þyngdartapið

Vísar Pete þar í forsíðuviðtalið við Ariana í Vogue. „Getið þið ímyndað ykkur? Ferill minn væri á enda ef ég myndi spreyja mig brúnan og henda mér á forsíðu Vogue og dru*** yfir mína fyrrverandi.“ Hann heldur áfram og hermdi eftir Ariana og sagði: „Já ég var bara að sofa hjá honum af því mér leiddist en svo kom nýji Fortnite út.“

Pete segir líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig athugasemdir Ariana hafi haft áhrif á yngri kynslóðina: „Stundum er lífið ósanngjarnt. Minn stærsti ótti er að ég verði skotinn í hnakkann af 9 ára barni með hátt tagl og það seinasta sem ég muni heyra er #canceled.“

Sjá einnig: Biður til Trump á hverjum degi

Ariana kom einhverju sinni með athugasemd um það hversu vel Pete væri vaxinn niður. „Hún er mjög klár manneskja. Hún gerði þetta til þess að allar konur sem munu sjá á mér liminn, það sem eftir er, munu verða fyrir vonbrigðum.“

SHARE