Alþjóðlegur baráttudagur kvenna – Enn launamisrétti

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Konur halda þennan dag til að styðja við hver aðra. Enn búa margar konur í þessum heimi okkar við ömurleg kjör til líkama og sálar og við sem búum á betri stöðum á jarðarkringlunni viljum styðja við þær á þann hátt sem við getum, þó ekki sé nema með því að vekja athygli á tilveru þeirra. Karldýrin í dýraríkinu eru yfirleitt stærri og sterkari en kvendýrið og láta það oft finna fyrir því. Ekki eru því miður allir karlar komnir lengra í hugsunarhættinum og taka það út með vöðvaafli eða aðstöðuafli, t.d. með misjöfnum launakjörum. Svona er veruleikinn sem við viljum breyta og gerum það með samstöðu og að reyna að ala börnin okkar upp í samstöðu/jafnréttist hugsun.

Sem dæmi um það að við Íslendingar erum ekki komin lengra en þetta þegar kemur að launamisrétti er nýlegt brotthvarf aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, Steinunnar Stefánsdóttur. Fréttir herma að hún hafi verið rekin sama dag og Mikael Torfason var ráðinn til starfa á blaðinu og lofað nær þrefalt, já ÞREFALT hærri launum, samkvæmt miðlinum Knúz.is.

Þarna er dæmi um það að menntaðri konu í valdastöðu, með langa reynslu að baki er bolað í burtu og skipt út fyrir mun yngri, ómenntaðann karlmann, sem fær svo mun hærri laun og enn hærri valdastöðu. Við erum ekki komin lengra í baráttunni en þetta.

Raunveruleikinn er sá að það að vera kona, þýðir það að þú þarft að sanna þig tvöfalt meira og oft er það samt ekki nóg, í það minnsta ekki nóg til þess að við fáum sömu kjör og karlmenn.

Eins og áður segir, svona er veruleikinn sem við viljum breyta og við gerum það með samstöðu og reynum að ala börnin okkar upp með jafnréttishugsun.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here