Amber Heard birtir minnispunkta frá geðlækni sínum

Amber Heard ætlar að standa með framburði sínum til dauðadags gegn sínum fyrrverandi eiginmanni, Johnny Depp. Amber kom fram í 20 mínútna viðtali hjá Dateline á NBC, sem birt var á fimmtudag. Hún segir að hún sé með heila möppu af minnispunktum geðlæknis síns sem hún sé tilbúin að deila með heiminum. „Þetta eru minnismiðar allt frá árinu 2011, frá upphafi sambands okkar, og ég segi frá öllu ofbeldinu þar.“

Sjá einnig: Á mannamáli – Johnny Depp vs Amber Heard

Amber sagðist líka hlakka til að halda áfram með líf sitt og hún muni ganga með höfuðið hátt, en hún er nú, ásamt lögfræðingum sínum að skipuleggja áfrýjun á málinu í Virginia.

Fyrir áhugasama mun viðtalið í fullri lengd verða birt að kvöldi 17. júní kl 20:00 að staðartíma.

SHARE