Amber Rose er komin með húðflúr á ennið

.

Amber Rose hefur fengið sér glænýtt húðflúr. Hún vill heiðra syni sína tvo með flúrinu og er því með nöfn þeirra á enninu. Synir hennar heita Sebastian Taylor (7) og Slash Electric Alexander Edwards (3 mánaða). Hún er þó ekki með full nöfn drengjanna á enninu en styttir þau í Bash og Slash.

Eldra barnið á Amber með Wiz Khalifa og yngra barnið á hún með kærastanum sínum í dag, Alexander “AE” Edwards.

SHARE