Amerískar heilhveitipönnukökur með banönum

Þessar æðislegu amerísku pönnukökur eru frá Eldhússystrum. Alveg spurning að prófa að skella í eina svona uppskrift um helgina?

 

Amerískar pönnukökur með heilhveiti og banönum
U.þ.b. 8 pönnukökur

170 gr heilhveiti
¼ tsk salt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill (má sleppa)
1 egg (eða 2 eggjahvítur)
250 ml mjólk (léttmjólk, sojamjólk, hrísmjólk)
1 bananani, stappaður
2 msk púðursykur
65 gr hrein jógúrt (eða ab-mjólk, sýrður rjómi o.s.frv.)
½ tsk vanilludropar

Aðferð
Blandið saman heilhveit, salti, lyftidufti, kanil og sykri.

Blandið saman, í annarri skál, eggi, mjólk og banana. Bætið sykrinum, jógúrtinni og vanilludropunum út í  og hrærið vel.

Blandið vökvanum við þurrefnin, ekki blanda of vel, einungis þar til eru ekki stórir hveitikekkir í deiginu.

Hitið pönnu á miðlungshita, smyrjið með smá smjöri, setjið tæpan dl af deigi á pönnuna fyrir hverja pönnuköku. Steikið þar til pönnukakan fer að „búbbla“ (þar til litlar loftbólur sjást og springa) og snúið þá við og steikið hinum megin í ca. 2 mín. í viðbót. Ég smurði pönnuna einu sinni til viðbótar (í upprunalegu uppskriftinni er talað um að smyrja/spreya fyrir hverja pönnuköku en ég gerði það ekki). Ef þær festast mikið við pönnuna er sjálfsagt að smyrja oftar.

Berið fram með t.d. ávöxtum og hlynsírópi.

Endilega smellið einu like-i á Eldhússystur á Facebook. 

 

SHARE