Amerískar pönnukökur með karamelluðum kanileplum

Þessar pönnukökur eru ekta laugardags. Nú eða sunnudags. Það má alveg leyfa sér báða dagana, er það ekki? Uppskriftin kemur frá mínum uppáhalds sælkera – henni  Tinnu Björgu. Ég mæli eindregið með að þú heimsækir bloggið hennar og jafnvel fylgir henni á Facebook líka. 

IMG_7242

Amerískar pönnukökur með karamelluðum kanileplum

Pönnukökur

1 egg

1 bolli hveiti

2 og 1/2 msk sykur

3 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

3/4 bolli mjólk

  • Þeytið egg með handþeytara og hrærið hveiti, sykri, lyftidufti, salti og mjólk saman við.
  • Bræðið smjörklípu á heitir pönnu og ausið á hana deigi þannig að pönnukökurnar verða litlar og kringlóttar.
  • Þegar loftbólurnar í deiginu springa á yfirborðinu og pönnukökurnar hafa nokkurn veginn bakast í gegn, snúið þeim við og steikið á hinni hliðinni.

Karamelluð kanilepli

2 epli

3-4 tsk kanill

4 tsk sykur

smjör

  • Fræhreinsið og skerið epli í sneiðar og veltið upp úr kanil á báðum hliðum.
  • Sáldið sykri yfir báðar hliðar og steikið eplasneiðarnar upp úr vænni smjörklípu þar til sykurinn hefur bráðnað saman við smjörið og karamellast.

Berið pönnukökurnar fram með þeyttum rjóma og karamelluðum eplum eða prófið að smyrja þær með vanilluskyri.

Góða helgi!

 

SHARE