Angelina Jolie: „Ég og Brad eigum okkar vandamál“

Hin fertuga leikkona Angelina Jolie prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs bandaríska Vogue. Í viðtali við tímaritið tjáir Angelina sig um hjónaband sitt við leikarann Brad Pitt en þau gengu í það heilaga í Frakklandi í ágúst árið 2014.

Sjá einnig: Fyrstu myndir úr brúðkaupi Angelinu Jolie og Brad Pitt

 

Margir sjá Angelinu og Brad fyrir sér sem hin fullkomnu hjón en Angelina segir þau þurfa að vinna að því hörðum höndum að halda því gangandi.

Hjónin léku saman í bíómyndinni, By The Sea, sem var tekinn upp fljótlega eftir að þau giftu sig. Í myndinni leika þau hjón sem áttu í miklum hjónabandserfiðleikum.

Sjá einnig: Brad Pitt tekur myndir af Angelina Jolie – Persónulegar og einlægar myndir

Angelina segir að þessi mynd sé ekki um þau en að vissulega eigi þau sín vandamál. Hún bendir á að ef hjónabandsörðugleikarnir væru jafn miklir og hjónanna í bíómyndinni hefðu þau ekki getað gert þessa mynd saman.

Angelina Jolie tjáði sig einnig um breytingarskeiðið og af hverju hún sé spennt að verða fimmtug og að hafa farið í brjóstnám.

Sjá einnig: Angelina Jolie lét taka af sér bæði brjóstin

Ég vildi óska þess að mamma  mín hefði fengið þessa möguleika. Þetta eru ekki auðveldar aðgerðir. Að taka eggjastokkana er auðveld aðgerð en hormónabreytingarnar – áhugaverðar.

Móðir Angelinu lést árið 2007 eftir 8 ára baráttu við brjósta og leghálskrabbamein.

Báðar konurnar í fjölskyldunni minni, móðir mín og amma mín fóru hægt og rólega að deyja þegar þær komu á fimmtugsaldurinn. Ég er er fertug og get ekki beðið eftir að verða fimmtug því ég veit ég mun ná því.

ONE-TIME-USE-US-Vogue-Angelina-Jolie (1)

ONE-TIME-USE-Vogue-US-Angelina-JOLIE

ONE-TIME-USE-US-Vogue-Angelina-Jolie

SHARE