Angelina Jolie með rosaleg leiklistartilþrif – Aðeins 25 ára

Í þessu myndbandi grætur, hlær og reiðist Angelina Jolie eins og ekkert sé. Hún er bara 25 ára þegar þetta myndband er tekið en hún er fertug í dag. Það var svo löngu seinna sem Angelina fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Girl, Interrupted frá árinu 1999.

Sjá einnig: Angelina Jolie á breskan tvífara – Þær eru SKUGGALEGA líkar

Angelina fór að læra leiklist á unglingsárum en átti erfitt með að komast í gegnum áheyrnarprufur því hún þótti „of dimmur“ karakter. Eftir tvö ár í Lee Strasberg leiklistarskólanum hætti hún í skólanum til þess að fara að vinna á útfararstofu. Eftir smá tíma kom hún þó aftur og fór að leika. Hún vann fyrir sér sem fyrirsæta, lék í tónlistarmyndböndum og fékk svo hlutverk í Cyborg 2 árið 1993.

Sex árum seinna fékk hún svo Óskarinn í fyrrnefndri kvikmynd og hefur verið ein af stærstu stjörnum heims í mörg ár.

 

https://www.youtube.com/watch?v=b_T2HdO9JAE&ps=docs

SHARE