Annar í aðventu: Í dag tendrum við á Betlehemskertinu

Í dag, sunnudaginn 7 desember, tendra Íslendingar á öðru kertinu á aðventukransinum sem ber heitið Betlehemskertið og er ætlað að leiða hugann að bænum, þar sem Jésú fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.

Undirbúningur jóla er nú orðinn áþreifanlegur, piparkökuilmur, kanelstangir og heitt kakó má eflaust finna á mörgum heimilum þessa dagana sem og fallega jólatóna sem óma víðsvegar um landið meðan litlir fingur föndra við skraut við eldhúsborðið.

Hér fer töfrandi útgáfa af klassísku lagi Leonard Cohen sem ber heitið Hallelujah, en það eru þau Peter Hollens og Jackie Evancho sem eiga heiðurinn að flutningnum:

Jólamolar með karamellu Pippi

DIY: Einfaldur og fallegur aðventukrans

DIY: Jólaskraut, hreindýr búið til með fingrafari – Myndir

SHARE