DIY: Jólaskraut, hreindýr búið til með fingrafari – Myndir

Það er einfalt, skemmtilegt og fljótlegt að föndra hreindýrajólakúlurnar.

Það sem þarf er jólakúlur, betra er að hafa þær mattar svo að fingrafarið sjáist betur, svart túss og rauð föndurmálning.

Ef að merkja á jólakúlurnar með nafni föndrara og ártali er best að byrja á því.
Þumalputta dýft í brúnan lit og þumlinum smellt á jólakúlu (andlit hreindýrsins), það komast sirka 4-6 andlit á hverja kúlu. Látið þorna og svo eru augu og horn teiknuð á með svörtum tússpenna. Rauð málning notuð til að gera nef.

 

SHARE