Anthony Hopkins fagnar 45 árum edrú

Á tímamótum eins og áramótum förum við gjarnan yfir farinn veg og viljum gera betur en á seinasta ári. Sjálf hætti ég að drekka fyrir 11 árum og 5 mánuðum í dag. Það var mikið gæfuspor sem ég mun kannski segja frá í öðrum pistli.

Leikarinn stórkostlegi, Anthony Hopkins segir hér frá sínu „edrúafmæli“:

Anthony Hopkins byrjar myndbandið á að óska fólki gleðilegs nýs árs og segir svo að hann sé búinn að vera edrú í 45 ár. „Þetta hefur verið erfitt ár, fullt af sorg og depurð hjá fullt fullt af fólki. Fyrir 45 árum fékk ég andlega vakningu. Ég var á mjög slæmri leið, að drekka mig í hel. Ég heyrði innri rödd segja, „viltu lifa eða deyja?““ segir Anthony og bætir við að auðvitað hafi hann átt margskonar daga, góða og slæma.

„Ekki gefast upp, haldið áfram að berjast. Dagurinn í dag er dagurinn sem þú kveiðst svo fyrir í gær.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here