Aprikósukjúlli Röggu

Hér kemur einn svakalega góður réttur frá henni Röggu og það er snilld hvað þetta er einfalt.

Uppskrift:

4-5 kjúklingabitar
1/2  dós aprikósumarmelaði
1 peli rjómi
1-2 bollar tómatsósa
1 msk Sinnep
1/4 tsk engifer

Kjúklingabitar steiktir og þeim raðað í eldfast mót.

Allt annað sett í pott og hitað. Blöndunni hellt yfir kjúklinginn og hitað í ofni við ca 180 gr í 20 mín.

Svo er bara að njóta í botn.

SHARE