„Árið 2013 var alveg frábært ár“ – Rúnar Freyr ætlar að hafa rólegheit á gamlárskvöld

Rúnar Freyr Gíslason hefur haft í mörgu að snúast á árinu 2013  en hann fór meðal annars með fjölskyldunni sinni til Spánar: „Það var æðislegt frí. Ég fór líka með konu minni hringinn í kringum landið síðasta sumar en það var besta frí sem ég hef nokkurn tímann farið í,“ segir Rúnar Freyr en hann fór líka til London með félögum sínum til þess að horfa á leik í ensku úrvalsdeildinni. „Árið 2013 var alveg frábært ár hjá mér.“

Það verða rólegheit og fjölskyldustemning hjá Rúnari á gamlárskvöld: „Ég og konan mín verðum með öll börnin okkar heima og það verður bara hefðbundið: Matur, sjónvarp og sprengjur!“

Aðspurður um það hvort hann ætli sér að strengja áramótaheit þetta árið segir Rúnar: „Ég er með nokkur verkefni í gangi inni í mér og mun halda áfram með þau Ég vil óska öllum gleðilegs árs!“

SHARE