Ashton Kutcher er brjálaður

Ashton Kutcher (38) er öskuillur vegna nýs innflytjendabanns sem Donald Trump hefur sett á laggirnar. Ashton gekk meira segja að það langt að segja að blóðið í honum kraumaði.

Ástæðan fyrir því að Ashton er svona reiður er að Mila Kunis (33), eiginkona hans, kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður, en Ashton fékk útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlinum Twitter.

 

   

Mila fæddist í borginni Chernivtsi árið 1983 en árið 1991, þegar hún var svo 7 ára gömul flutti hún til Los Angeles með foreldrum sínum og bróður. „Foreldrar mínir voru báðir með frábæra vinnu og ég var mjög heppin. Við vorum fátæk áður en við komum til Bandaríkjanna og foreldrar mínir töldu að við systkinin myndum eiga bjartari framtíð hér en í Úkraínu,“ sagði Mila í viðtali við The Telegraph árið 2011.

 

SHARE