Ást sem hófst með Instagram fær okkur til að trúa á sanna ást

Robin Coe og Matthew Fleming kynntust á Instagram árið 2011 meðan hún bjó í Toronto og hann í San Francisco. Jólin voru á næsta leyti og Robin var dugleg að setja vetrarmyndir inn á aðganginn sinn.  Matthew sem ólst upp í Wisconsin saknaði þessarar vetrar/hátíðarstemmningar og byrjaði að like-a við myndirnar hennar. Like-in urðu að tölvupóstum, smsum og að löngum maraþonum á Skype. Þremur mánuðum seinna hittust þau í fyrsta sinn.

Spólum áfram til 1. maí 2013 þegar Matthew fór á hnén fyrir utan Young´s market í Kensington Kaliforníu og spurði stóru spurningarinnar. Rachel svaraði að sjálfsögðu játandi.

Tíu dögum síðar gift þau sig við látlausa athöfn í bakgarðinum heima hjá Matthew með aðeins prest, söngvara, þrjá tökumenn og æskuvin Rachel viðstadda.

SHARE