Ástarsorg getur valdið líkamlegum veikindum

Ástarsorg getur haft áhrif á fleira en tilfinningalífið og rannsóknir sýna að oft getur hún valdið líkamlegum veikindum.

Hope Rising segir frá því að hún hafi fengið sárar kvalir í kviðarholið þegar maðurinn hennar ók í síðasta sinn burt frá heimili þeirra. Þetta gerðist í mars á síðasta ári, daginn fyrir sjöunda brúðkaupsafmæli þeirra.  Rising segist hafa þrábeðið hann að fara ekki og þegar hann var svo farinn komst hún ekki fram úr í  marga daga og svaf lítið.  Hún segist bara hafa legið í rúminu og starað á vegginn eða upp í loft. Ég var reið að hann skyldi fara og svo fór ég að hugsa um hvað ég hefði getað gert öðruvísi svo að hann færi ekki.
Hún var með stöðugan magaverk, mikinn höfuðverk og nærðist ekki  á öðru en kaffi, sígarettum og einhverjum drykkjum og léttist um 60 pund á tveim mánuðum. Uppkomin börn hennar frá fyrra hjónabandi  voru hrædd um að hún kynni að fyrirfara sér.

Þessi viðbrögð Rising voru mjög sterk og margir hafa áður komist að því að ástarsorg veldur oft líkamlegum veikindum, segir Simon Rego sem kennir sálfræði við Montefiore heilbrigðisstofnunina  í New York. Mannslíkaminn hefur innbyggt varnarkerfi sem ver okkur fyrir skyndilegu streituálagi og þannig heldur það í okkur lífinu.
Fólk þarf ekki lengur að nota viðbragðið sem er kallað „ að berjast eða flýja“ þegar maðurinn þurfti að berjast við tígrisdýrið fyrir utan hellinn en líkami okkar bregst enn við líkamlegri og tilfinningalegri ógn eins og hann gerði á dögum hellisbúanna.Adrenalínið flæðir um líkamann, blóðþrýsitngurinn hækkar og maður andar hraðar. Vöðvar spennast og hægir á meltingunni sem veldur samdrætti, hægðartregðu, niðurgangi, ólgeði og uppköstum.
Rising segir frá því að hún hafi oft ekki borðað dögum saman og þegar hún svo borðaði kastaði hún upp skömmu síðar.

” Ethan Kross prófessor við háskólann í Michigan telur að  þegar manneskju er hafnað verði afleiðingarnar að öllum líkindum bæði líkamlegar og andlegar. Afleiðingarnar eru miklu meiri en einhverjar svífandi hugmyndir um ástarsorg.  Raunar er svonefnt „ástarsorgar heilkenni“ vel þekkt. Það lýsir sér þannig að viðkomandi fær sárar kvalir í brjóstholið og telur hann að hann sé að fá hjartaáfall. Hjartað stækkar oft líka undan álaginu af auknu streituhormóni í blóðinu.


Það er bráðnauðsynlegt að hafa sambandi við lækni þegar svona er komið þó að oftast lagist þetta af sjálfu sér. Þegar vinslit af þessu tagi verða er fólk mjög óvarið fyrir  sjúkdómum.
Rising sem fyrr var nefnd var með hraðan og þungan hjartslátt vikum saman eftir að maður hennar fór og svo fór að blæða hjá henni. Í ljós kom að hún var með blöðrur á eggjastokkum sem læknar töldu að hafi komið vegna streitunnar. Blöðrurnar voru fjarlægðar með skurðagerð en önnur líkamleg einkenni fóru  ekki að hverfa fyrr en hún var búin að vera í viðtalsmeðferð mánuðum saman.

Sálfræðingar telja að besta og áhrifamesta aðferðin til að ná bata sé að halda góðu sambandi við vini og fjölskyldu og sækja sér þangað styrk og félagsskap. Reynið að halda fyrri venjum og gera það sem gleður.

Rising fékk mikla hjálp en það tók hana um sex mánuði að ná aftur tökum á tilverunni. Hún flutti í aðra íbúð, einbeitti sér að því að ná aftur heilsu, fór í félagsskap fólks sem var nýlega skilið og getur nú sjálf stutt þá sem eru að takast á við sorg sem hún  þekkir mæta vel.
“Ég hætti mörgu svo að ég gæti verið með þessum manni, segir Rising og þegar ég var í meðferðinni rann upp fyrir mér hvað við áttum í raun lítið sameiginlegt. Það er stórkostlegt að uppgötva nú hvað ég hef áhuga á mörgu.

“Við munum að öllum  líkindum öll reyna missi á ævibrautinni. Þannig er mennskan. En þegar dimmast er hjá okkur skiptir miklu að muna að það á eftir að  birta til“.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here