Kristen Stewart hefur fundið ástina að nýju, ef marka má slúðurrisa vestanhafs. Og sú heppna er engin önnur en Alicia Cargile, náin vinkona leikkonunnar sem sást ganga hönd í hönd með Kristen í L.A. í síðustu viku.

kristen-stewart-alicia-cargile-hold-hands-ftr

Hvorug stúlknanna hefur gefið út yfirlýsingu vegna þeirrar umfjöllunar sem blossað hefur upp í  kjölfar myndanna, sem gengið hafa logandi ljósum á netinu en leiða má líkur að því að ástin hafi hreiðrað um sig í hjörtum stúlkanna og að Robert nokkur Pattison heyri fortíðinni til með öllu.

1413398664_rob-pattinson-fka-twigs-zoom

Sjá einnig: 7 hollywoodstjörnur sem hafa haldið framhjá

Reyndar er svo Robert á leið í hnapphelduna, með unnustu sinni, tónlistarkonunni sem gengur undir listamannsnafninu FKA Twigs, en þveröfugt við það sem ætla mætti – að Kristen sæti niðurbrotin heima og gréti yfir visnuðum brúðarvendi – virðist Twilight stjörnunni standa nokk á sama, þar sem hún hefur sjálfa umfaðmað ástina að nýju í örmum Aliciu.

246EF97D00000578-2897575-image-m-22_1420481494385

Sjá einnig: Frægar án farða – 20 myndir

Aðrir virðast fara varlegar í sakirnar og segja þær Kristen og Aliciu einungis nánar vinkonur, en þær hafa áður sést í innilegum atlotum og þannig mátti sjá þær á sólarströnd í Hawaii fyrr á þessu ári – en þær leiddust einnig á flugvellinum þegar heim var komið eftir skammvinnt fríið.

3241159273_1_7_XTpXrDpN

Hvort sem um er að ræða náinn vinskap eða einlægt ástarsamband, er eitt víst að Kristen virðist með öllu komin yfir þann sársauka sem fylgdi sambandsslitum þeirra Pattison í kjölfar niðurlægjandi framhjáhalds leikkonunnar sem upp komst um í kjölfar vinnu hennar við stórmyndina Snowwhite.

Dásamlegt ef satt reynist!

SHARE