Ástin getur alveg enst

 

Ástin getur alveg enst. Hér eru 12 pör sem hafa verið lengi saman og sýna okkur myndir frá stóra deginum sínum og svo af sér í dag.

„Við vissum það eftir nokkrar vikur að við myndum ganga í hjónaband og við höfum aldrei séð eftir því. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu en erfiðu tímarnir hafa látið mig kunna að meta manninn minn enn meira en áður.“  – SarahK

„Ég vildi að ég hefði vitað hversu hratt 25 ár eru að líða. Þá hefði ég hægt á mér og einbeitt mér að því að njóta hverrar mínútu.“ – Damnonii

„Hann stakk upp á því að við fengjum okkur kaffi saman. Fyrst sagði ég nei en hann gafst ekki upp heldur spurði tvisvar í viðbót. Hann var mjög indæll og ég sagði já. Við héldum áfram að hittast og giftum okkur þremur mánuðum síðar.“ –Aynil

„Hún er enn að kynnast mér. Það væri leiðinlegt að fá allar þessar upplýsingar í byrjun.“- SaraEvans

„Kjóllinn er í stærð 10: Ég er í stærð 12. Kjóllinn er 38 ára: Ég er 63 ára. Á líftíma sínum hefur þessi kjóll verið í „vinnu“ í einn dag: Ég hef skipt þrisvar um starf og alið upp 3 dásamlegar stúlkur. Ekki furða að kjóllinn lítur ennþá svona vel út“.– clickychick

 

„Ef mér hefði orðið það ljóst hversu heppinn ég yrði með eiginkonu, þá hefði ég verið mun spenntari fyrir framtíðinni okkar saman.“– CannyScot

„Hvað vissum við ekki þá sem við vitum núna? Við myndum eignast yndislegan son og dóttur og myndum bæta svona mikið á okkur! (Ég kæmist aldrei í þennan brúðarkjól núna!) – Jeanneb53

„Ég er í sama jakkanum og með sömu eyrnalokkana – Vúhú, það passar sumt ennþá“–Kagsy65

„Það er alveg ótrúlegt að þó við höfum verið svona ung þegar við giftum okkur og vissum ekkert, héldum við að við vissum allt sem við þyrftum að vita. Kannski gerðum við það! Það sem við vorum bæði viss um var að þetta myndi allt ganga upp. Ég held það sé óhætt að segja að þetta hefur allt gengið upp.“- Wildwood

„Glyn fór nýlega á eftirlaun og við erum farin að lifa lífinu saman upp á nýtt. Hann veit svo mikið, fullur af fjöri og elskar mig og fjölskylduna okkar svo við njótum hvers dags saman….. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna hefði ég ekki breytt neinu!!!“  – MollyMay49

„Ég hefði gifst honum miklu fyrr ef ég hefði vitað hversu mikið fjör, hamingja og gleði yrði hjá okkur. Þegar fólk spyr okkur hversu lengi við höfum verið gift þá svörum við: Ekki nógu lengi!“ – DDW

„Hér erum við, næstum 44 árum eftir brúðkaupið okkar. Það kom mér á óvart að brúðarkjóllinn minn passar enn á mig…. eða ég gat troðið mér í hann.“ – Anneli

 

Tengdar greinar: 

Hætti að borða eftir að kærastinn hætti með henni

8 útlitstengdir hlutir sem eiginmaðurinn eða kærastinn tekur ekki eftir

Móðurástin er einstök – Myndband

SHARE