Ástin getur skapað gjaldeyristekjur

Íslensk hönnun er ört vaxandi iðnaður í landinu og um næstu helgi fer fram HönnunarMars í sjötta skiptið. Þessi hátíð íslenskrar hönnunar hefur vakið mikla athygli, ekki bara heimavið heldur langt út fyrir landsteinana. Ef rétt er að staðið getur íslensk hönnun orðið gríðarlega stór hlekkur í útflutningi og skilað miklu til samfélagsins þegar fram líða stundir.

Markaðssetning HönnunarMars á erlendri grundu skilar góðum árangri, en þar geta óvæntar orsakir líka spilað inn í, til að mynda ástin. Á umhverfistónleikum í Laugardalshöllinni 2006 mætti Kaori alla leið frá Japan til að hlýða á Björk og skoða land og þjóð, já og til að sjá norðurljósin. Hún er mikill aðdáandi Bjarkar og það togaði mest og var þess virði að ferðast yfir hálfan hnöttinn.

Á tónleikana mætti líka Þröstur Heiðar Þráinsson til að hlýða á Sigurrós og styðja gott málefni, en eitthvað annað og betra beið þeirra Þrastar og Kaori þetta kvöld í Laugardalshöllinni. þau hittust og þá var ekki aftur snúið og úr varð að Kaori flutti til Íslands. Kaori féll fyrir Þresti og Íslandi og hélt lengi vel út bloggi um fjölbreytileika samfélagsins á Íslandi. Á þeim tíma áttuðu þau sig á því að engin væri að fjalla um íslenska hönnun í Japan og hvað þá að markaðssetja. Í kjölfarið ákváðu þau Þröstur og Kaori að stofna fyrirtækið ILMUR Reykjavík. En til gamans má geta að nafn Kaori þíðir ILMUR á japönsku.

Kaori er ekki menntuð í listum eða hönnun en hún vann hinsvegar í fjölmörg ár fyrir stórt japanskt stálfyrirtæki sem var verndari hinnar forn japönsku Samuray sverðgerðarlistar. En eftir að hafa skoðað íslenska hönnun hófu þau að fjalla um og kynna íslenska hönnun í Japan.

Þrátt fyrir að þetta séu mjög ólík menningarsamfélög. Þá eru handverk í hávegum höfð í báðum löndum. Þar sem gæði eru í fyrirrúmi. Varan þarf helst að hafa sögu. Þar kemur íslenska söguþjóðin sterk inn. List í Japan er þó meira út í að vera sæt og smærri, myndræn sem grípur fljótt augað. Á Íslandi erum við stórtækari í listinni. Þar má nefna að húsin í Japan eru oftast minni en á Íslandi. Þannig að Japanir vilja oft minni vörur. Þetta er þó ekki algilt.

Bloggið hennar Kaori þróaðist út í heimasíðuna ilmur.net sem selur íslenska hönnun til Japans. Þau eiga í góðu samstarfi við á annan tug íslenskra hönnuða og stöðugt bætist í hópinn. Þá er ilm einnig að finna á facebook. Móttökurnar hafa gengið framar vonum. Við höfum verið að kynna íslenska hönnun á norrænum markaði í Japan og átt í samstarfi við japönsk fyrirtæki við að kynna íslenska hönnun og markaðssetja. Árangurinn er sá að Inga Höskuldsdóttir hönnuður er að fara á markað sem vörumerki með vöruna sína LÓA sem er íslenska lóan. Handgerð úr keramik og með handprjónaðri Íslenskri húfu. Þá hafa fjölmargir hönnuðir fengið frábæra umfjöllun í virtum tímaritum í Japan. Þar má helst nefna Helgu Ósk Einarsdóttur skartgripahönnuð. Vandaðar heilsíðu umfjallanir, birtist í fjölmörgum skartgripatímaritum í Japan, segir Þröstur.

Þröstur og Kaori eiga því sinn þátt í markaðssetningu íslenskra hönnuða á erlendri grundu. Sem vonandi vex enn frekar í á þessum stóra markaði og hefur í för með sér að íslensk hönnun prýðir þar heimili og skapar um leið gjaldeyristekjur fyrir litla Ísland. Aðspurður hvort hjónin stefni á að flytja japanska hönnun til Íslands svarar Þröstur því til að það hafi nú ekki komið til tals, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.

 

 

SHARE