Átakanleg lokaorð fanga sem var tekinn dæmdur til dauða 19 ára gamall

Michael Tisius, 42 ára, var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvo fangaverði í misheppnaðri flóttatilraun úr fangelsi fyrir tæpum 23 árum síðan. Hann var tekinn af lífi 6. júní síðastliðinn.

Michael var tekinn af lífi með banvænni sprautu og hjá honum var andlegur stuðningsaðili hans, Melissa Potts-Bowers.

Í skrifuðum lokaorðum Michael sagðist hann iðrast gjörða sinna og hann hafi virkilega reynt að verða betri maður. Hann skrifaði:

„Ég held fast við trúna mína. Það er það eina sem ég get tekið með mér. Mér þykir mjög leitt að þetta hafi þurft að enda með þessum hætti. Ég vildi að ég hefði gert hlutina betur þegar ég gat það. Ég reyndi virkilega að verða betri maður. Ég reyndi mikið að gefa eins mikið og ég gat til eins margra og ég gat. Ég reyndi að fyrirgefa öðrum eins og ég vildi að aðrir fyrirgæfu mér. Og ég bið til Guðs um að hann fyrirgefi þeim sem dæma mig. Rétt eins og hann fyrirgaf þeim sem dæmdu hann.
Mér þykir þetta leitt. Ekki bara af því að ég er kominn á endastöð, heldur af því mér þykir þetta í alvöru leitt. Og ég verð að segja að ég elska þig Truffle. Seacrest Out!“

Michael var aðeins 19 ára gamall þegar hann braut af sér, ásamt samfanga sínum og talið er að hinn maðurinn hafi sannfært Michael um að taka þátt í glæpnum með honum. Sönnunargögn þess efnis voru lögð fram en dómurinn yfir honum var aldrei miðaður.

SHARE