Átakanlegur flutningur á laginu I Took A Pill in Ibiza

Þegar Mike Posner var aðeins 22 ára gamall, árið 2010, gaf hann út lagið „Cooler Than Me“ og það skaut honum fljótt upp á stjörnuhimininn. Eftir það hvarf hann af sjónarsviðinu en hann var að glíma við þunglyndi. Hann hélt áfram að semja tónlist en hann samdi til dæmis lagið „Boyfriend“ fyrir Justin Bieber og lagið „Sugar“ fyrir Maroon 5.

Sjá einnig: Hann gerir alla kjaftstopp

Hann er núna kominn með annað lag sem hann syngur sjálfur en það er lagið I Took A Pill in Ibiza sem hefur farið hratt upp vinsældalista um allan heim.

Hér er hann að syngja lagið hjá Conan O´Brian og það má segja að þetta sé frekar átakanlegur flutningur hjá honum. Mikil tilfinning og við mælum með því að þið hlustið á textann.

https://www.youtube.com/watch?v=1tw06GEwR-I&ps=docs

SHARE