Átti í leynilegu ástarsambandi við Amy Winehouse

Rokkarinn Pete Doherty hefur sagt frá því að hann hafi átt í leynilegu ástarsambandi við Amy Winehouse. Hann segist meira að segja ennþá elska látnu söngkonuna þrátt fyrir að hún hafi verið frekar „grimm“ við hann í lok sambands þeirra, en Amy lést í júlí 2011.

Pete Doherty sagði þetta við fjölmiðla:

Það er erfitt fyrir mig að viðurkenna það en já við vorum elskendur, ég elskaði hana þá og geri það enn í dag. Í lokin var hún samt kvikindisleg og grimm við mig.

Hann segir að þrátt fyrir allt þá hafi hún verið með mjög stórt hjarta. Pete segir að það hafi margt bent til þess að líkamlegri heilsu hennar væri að hraka:

Hún var rosalega smágerð og veikbyggð og ég sá hana aldrei borða neina fasta fæðu, bara mjólkuhristinga.

Pete hefur nú samið lag tileinkað Amy á nýju plötu sinni Flags From The Old Regime:

Ég hef aldrei gert svona lag, það er rólegt og fallegt og ég er með fullt af fallegum myndböndum af mér og henni bara að eyða tíma saman.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here