Áttu barn eða börn? Þá verður þú að sjá þessi snilldar ráð!

Það að eiga börn er mikil vinna og stundum þarf fólk hreinlega að nota ímyndunaraflið til að auðvelda sér lífið. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir fyrir foreldra.

Þessi vildi minnka rifrildi á milli barnanna svo hann setti plötur á milli bílstólanna, sniðugt en vonandi hefur þetta ekki áhrif á öryggi barnanna eða annara farþega í bílnum.

parenting-hacks-tricks-tips-40-583564d0bcdb1__605

Ertu á leiðina á ströndina? Taktu þá með þér teygjulak og búðu þér til afmarkað svæði og minnkaðu magnið af sandi sem fylgir þér heim.

parenting-hacks-tricks-tips-58-583571d2aabdf__605

 

Ef krílið á það til að fara í krummafót er sniðugt að setja svona límmiða í skóna og þá fer það ekki á milli mála hver er hægri og hver er vinstri.

 

parenting-hacks-tricks-tips-56-583568fb03ed3__605

 

Þetta er sniðugt til að hjálpa barninu að átta sig á skipulagi dagsins.

 

parenting-hacks-tricks-tips-82-5835aca4ad3ac__605

 

Notaðu lok af einnota kaffiglasi til að taka við því sem bráðnar af íspinna barnsins.

 

parenting-hacks-tricks-tips-23-582dc16cabeb3__605

 

Þessi lánar börnum sínum stýripinna sem eru ekki tengdir en krílin halda að þau séu að taka fullan þátt í leiknum með pabba.

 

parenting-hacks-tricks-tips-78-58382985a95dc__605

 

Öllum börnum þykir gaman að mála og það er rosalega skemmtilegt að fá að mála með vatni. Vel hægt að dunda sér við þetta í góðan tíma.

 

parenting-hacks-tricks-tips-36-583456e4ef06d__605

 

Hér fær sköpunargleðin að njóta sín! Barn + pappakassi + litir = Listaverk

 

parenting-hacks-tricks-tips-59-58358e1b94a78__605

 

Hárið á dúkkunum á það til að flækjast illilega og til að losa flæknuna er gott að dýfa hárinu ofan í vatn með hárnæringu og þá er hægt að greiða í gegn.

 

parenting-hacks-tricks-tips-150-5836dcc5a5c0a__605

 

Og þá er það rúsínan í pylsuendanum… Notaðu gamla poka af frosnu grænmeti til að fela nammið þitt. Ekki miklar líkur að krakkarnir finna góssið þar!

 

parenting-hacks-tricks-tips-10-582dc14989d56__605

SHARE