„Augnablik“ heitir nýja haust- og vetrarlína House Doctor

Hönnunar- og lífsstílsfyrirtækið House Doctor hefur tekist að sanna sig enn einu sinni með tilkomu nýju haust- og vetrarlínu fyrirtækisins sem þeir kalla “Augnablik”. Samhljómur er á milli efnisvals og lita hjá þessu framsækna danska hönnunarfyrirtæki. En vörulína þeirra í ár samanstendur af mildum litatónum, allt frá rósableikum yfir í mosagræna, gula og milda gráa tóna. Andstæður eru áberandi í efnisvali sem best sést á kopar- og gulllituðum ljósum, kertastjökum og vösum, viðarhillum og stólum ásamt marmaraborðplötum.

HD11_decor8
Þó of snemmt sé að fara að minnast á jólin þá stóðst ég ekki mátið og lét fylgja með oggulítinn jólaanda frá House Doctor, eins og þessar bastkörfur bera vott um.

HD9_decor8 HD8_decor8 HD12_decor8 HD10_decor8 HD3_decor8.jpg HD1_decor8 HD2_decor8.jpg HD6_decor8 HD4_decor8 HD5_decor8 HD7_decor8

SHARE