Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflu

Hvað er betra en góð og heit súpa á köldum skammdegiskvöldum? Þessi er æðisleg frá Café Sigrún.

Fyrir 4

Innihald

  • 1 msk kókosolía
  • 1 laukur, saxaður gróft
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir gróft
  • 2 g ferskt engifer, saxað smátt
  • 0,5 msk cumin (ekki kúmen)
  • 1 msk coriander
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 250 g tómatar, saxaðir gróft
  • 450 g sætar kartöflur, saxaðar gróft
  • 1 stór gulrót, söxuð gróft
  • 750 ml vatn
  • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
  • 1 gerlaus grænmetisteningur
  • 20 g cashew hnetur, þurrristaðar á pönnu
  • 1 tsk cayenne pipar (má sleppa)
  • 1 msk hnetusmjör (hreint og án viðbætts sykurs)
  • Nokkur corianderlauf (má sleppa)

Aðferð

  1. Afhýðið laukinn, hvítlaukinn, engiferið, gulræturnar og sætu kartöflurnar og saxið allt gróft.
  2. Saxið tómatana einnig gróft.
  3. Hitið kókosolíuna í stórum potti. Hitið laukinn í um 7 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur. Ef vantar meiri vökva á pönnuna, notið þá vatn.
  4. Bætið hvítlauk, engiferi, cumin, coriander, kanil og negul saman við.
  5. Bætið tómötunum, sætu kartöflunum og gulrótinni saman við. Hitið í um 5 mínútur.
  6. Hellið 750 ml af vatni út í pottinn ásamt grænmetisteningnum.
  7. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í um 30 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
  8. Takið súpuna af hellunni og látið kólna í nokkrar mínútur.
  9. Á meðan skuluð þið hita pönnu (án olíu) og þurrrista hneturnar í um 2 mínútur.
  10. Hellið súpunni í matvinnsluvél ásamt þurrristuðu hnetunum og hnetusmjörinu og blandið þangað til allt er orðið vel maukað. Áferðin fer eftir smekk ykkar þ.e. ef þið viljið hafa grænmetisbita í súpunni getið þið blandað hana skemur en maukið lengur fyrir mýkri áferð. Einnig má nota töfrasprota eða blandara.
  11. Hellið súpunni nú í pottinn og hitið vel.
  12. Saltið og piprið eftir smekk.
  13. Dreifið nokkrum corianderlaufum yfir súpuna áður en hún er borin fram.

Smellið svo einu like-i á Café Sigrún á Facebook

SHARE