Avokado búðingur – Góður fyrir heilsuna

Avókadó búðingur hraðar meltingu, vinnur á móti sjúkdómum og jafnar út hormóna. Langar þig ekki að prófa þennan holla búðing? Hann er ekki bara hollur, heldur er ofureinfalt að útbúa hann.

Sjá einnig: DIY – Andlitsmaski úr avókadó og gulrótum.

búðingur

Hér er uppskrift fyrir tvo:

 

3 stór og vel þroskuð avakadó

¼ bolli kakóduft

3-6 matskeiðar kókosmjólk

1 teskeið vanillidropar

2 teskeiðar kókosolía

2 matskeiðar hunang

 

Aðferð:

 

Settu öll innihaldsefnin í blandarann og blandaðu í eina mínútu eða þar til blandan er orðin mjúk. Kældu í að minnsta kosti 30 mínútur.

Sjá einnig: 9 súpergóðar ofurfæðutegundir

Kostir Avokadó

Avókadó jafnar út hormóna þína og hægir á öldrun. Það inniheldur mikið af góðri hrárri fitu, sem marga hverja vantar í fæðu sína í dag, ásamt 20 mikilvægum næringarefnum. Það hraðar brennslu þinni og hreinsar lifrina. Þar með hjálpar það þér að stjórna þyngd þinni og bætir heilastarfsemina.

SHARE