Avókadó ís – Óvenjulegur en góður!

Þessa uppskrift prófaði ég um daginn. Ég bjóst ekkert endilega við því að mér fyndist þessi ís góður en viti menn, hann er einstaklega ljúffengur. Það er alltaf gaman að bregða aðeins út af vananum og prófa eitthvað nýtt. Mér datt í hug að prófa að gera avókadó ís og fann nokkrar góðar uppskriftir, mér leist best á þessa en hana fékk ég á síðunni foodfanatics. 

Efni

  • 3 stk. avókadó, vel þroskuð
  • 3/4 bolli sykur
  • 1 bolli grísk jógúrt
  • 1/2 bolli rjómi
  • 1 msk. límónusafi
  • 1/4 tsk.  salt
  • 100gr. suðusúkkulaði

Aðferð 

  1. Afhýðið avókadóið, fjarlægið stein og látið ávöxtinn í matvinnsluvél ásamt öllu öðru efni í ísinn (nema súkkulaðinu). Látið maukast og hrærast saman.
  2. Þá er skálin sett inn í frysti og þegar hræran er næstum því frosin er súkkulaðinu blandað saman við. Berið fram og njótið vel! Einnig er hægt að fullfrysta hæruna og fá sér harðan ís!
SHARE