Bað kærustunnar án orða með ofurkrúttlegri flettibók

Fegurstu bónorðin eru ekki alltaf flókin í framkvæmd og þannig er ástin líka í eðli sínu; dásamlega einföld. En frumleikinn spillir ekki fyrir og þannig býður fyrirtækið The Flippist upp á gullfallegar flettibækur fyrir þá sem ekki þora eða vilja bera upp bónorðið á hefðbundinn hátt.

Klókur kærasti nýtti sér þannig flettibókina góðu til að biðja unnustu sinnar einn frostkaldan vetrardag fyrir skömmu meðan þau gengu um dýragarð í Chicago og grunlaus unnustan dáðist að dýrunum sem norpuðu í kuldanum.

lexandrodney1

Hann sagðist allt í einu ætla að gefa mér jólagjöfina mína og ég rak upp stór augu því jólin voru svo langt undan, ég man að ég hugsaði – hvað er maðurinn að meina, það er óralangt til jóla – en svo rétti hann mér bókina og bað mig að fletta blaðsíðunum.

Söguna sjálfa af látlausu og gullfallegu bónorðinu má lesa á vefsíðu fyrirtækisins sem hannar flettibækurnar góðu, en þegar grunlaus stúlkan hafði flett til enda og áttað sig á því hvers kyns var – dró unnustinn upp trúlofunarhring og renndi á frostkaldan fingur!

lexwenningring

Fullkomið, látlaust og gullfallegt … hér má sjá flettibókina góðu en ljósmyndirnar eru af parinu sjálfu og voru teknar í dýragarðinum skömmu síðar af hátíðlegu tilefninu:

Tengdar greinar:

Rómantískt bónorð – þvílík fyrirhöfn

Bað kærustunnar í myndaklefa og tók upp á myndband

Klappstýru komið dásamlega á óvart

 

SHARE