Bakflæði í vélinda

bakflaedi body

Talað er um bakflæði þegar fram koma einkenni eða vefjaskemmdir í slímhimnu vélindans vegna bakflæðis á magasýru. Flestir finna fyrir þessu einhvern tímann í formi óbragðs í munni eða brjóstsviða. Við eðlilegar aðstæður fer fæðan úr munni niður vélindað og í magann. Á mörkum vélinda og maga er efra magaopið sem virkar sem nokkurs konar lokuvöðvi og slakar á þegar fæða þarf að komast niður í magann en spennist jafnharðan aftur þegar fæðan er komin framhjá og kemur þannig í veg fyrir að magasýra komist upp í vélinda.

Af hverju fer magasýran upp í vélinda?

Oft er erfitt að finna orsök bakflæðis en það getur verið vegna þess að:

Það er veikleiki í efra magaopi

Spennan í efra magaopi er lítil og eykst ekki þegar sjúklingurinn leggst út af eins og við eðlilegar aðstæður

Spennan í efra magaopi eykst ekki þegar þrýstingur eykst í kviðarholi eins og t.d. þegar klæðnaður þrengir að eða við þungun

Viðnám slímhúðarinnar í vélindanu gagnvart magasýru er minnkað

Magatæming er seinkuð

Þindin er slitin (þindarslit). Hluti magans nær að gúlpast upp í brjóstholið og efra magaopið starfar ekki sem skyldi. Þeir sem með þindarslit fá ekki endilega einkenni bakflæðis.

Sjá einnig: Meðganga og hægðatregða – Hvað er til ráða?

Hver eru einkennin?

  • Algengast er að fá brjóstsviða, brunatilfinningu undir bringubeini eða í háls.
  • Sumir finna eitthvað gúlpast upp í sig, súr ropi.
  • Ógleði og velgja
  • Einkennin versna yfirleitt eftir máltíð, við að leggjast út af eða beygja sig fram.
  • Sumir finna fyrir andþyngslum eða hæsi.
  • Brjóstverkur
  • Einkenni geta verið afar mismunandi milli einstaklinga

Hvað ýtir undir bakflæði í vélinda?

  • Offita. Þá þrýstir fitan í kviðarholinu á magann sem orsakar þrýstingsaukningu innan hans og magainnihaldið hefur meiri tilhneigingu til að þrýstast upp í vélindað. Megrun dregur úr einkennum bakflæðis.
  • Meðfæddur veikleiki eða léleg starfsemi efra magaops.
  • Harðlífi. Það veldur töf á magatæmingu.
  • Reykingar. Þær valda slökun á efra magaopi.
  • Álag á kviðvöðva, t.d. þegar þungum vörum er lyft.
  • Þungun. Hér gildir það sama og við offitu ásamt því að við þungun verður breyting á hormónum sem leiðir til slökunar í efra magaopi.
  • Fæðutegundir t.d. súkkulaði, piparmynta, kaffi og áfengi slaka á starfsemi efra magaops.
  • Staða. Ef bakflæði verður þegar viðkomandi stendur uppréttur versnar það mikið ef hann leggst út af og veldur þyngdarlögmálið því.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Sjúkrasagan er mikilvægt greiningartæki. Nákvæm greining er fengin með speglun niður í vélinda, maga og skeifugörn. Með þeirri rannsókn má útiloka að aðrir sjúkdómar valdi einkennunum. Einnig er hægt að mæla sýrustigið í vélindanu en þá er komið fyrir litlum nema niðri í vélindanu og sýrustigið mælt í sólarhring. Aðrar rannsóknir sem koma til greina eru þrýstingsmælingar í vélinda og röntgenmyndataka.

Holl ráð

  • Sofðu með hátt undir höfðinu.
  • Forðastu að borða eða drekka rétt fyrir svefninn.
  • Forðastu stórar máltíðir. Borðaðu frekar 5-6 léttari máltíðir yfir daginn.
  • Forðastu mikið kryddaðan mat, sítrusávexti, tómata, kaffi og áfengi.
  • Forðastu feitan mat.
  • Reyndu að létta þig ef um offitu er að ræða.
  • Hættu að reykja.

Fylgikvillar

Í slæmum tilfellum getur myndast örvefur sem leiðir til þrenginga í vélindanu og veldur þannig kyngingarörðugleikum. Blæðandi sár geta myndast í vélindanu. Rannsóknir benda til aukinnar tíðni krabbameins í vélinda hjá einstaklingum með ómeðhöndlað bakflæði.

Hver er meðferðin?

Markmið meðferðar er að draga úr einkennum, lækna bólgur, koma í veg fyrir fylgikvilla og halda fólki hraustu. Oftast er hægt að draga úr einkennum með breyttum lífsstíl og/eða með lyfjagjöf. Í einstaka tilfellum þarf aðgerð til að lagfæra þindarslit. Eftirfarandi lyf draga úr einkennum:

  • lyf sem koma jafnvægi á magasýruna, við vægum einkennum:lyf sem koma í veg fyrir að magasýran leiti upp, við vægum einkennum. Ekki má nota þetta lyf ásamt lyfjum sem koma jafnvægi á magasýruna þar sem þau verða óvirk eru tekin saman.
  • lyf sem draga úr magasýruframleiðslunni. Lyfin verka beint á frumur magans sem mynda saltsýru og draga úr saltsýruframleislunni. Þau eru dýr en mjög áhrifarík. Ef magasárið er af völdum bakteríu er þetta einnig gefið með sýklalyfjum til að uppræta hana úr efri hluta meltingarfæra.

    lyf sem draga úr magasýruframleiðslunni
    . Lyfin minnka saltsýrumyndun í maganum með því að draga úr áhrifum histamíns og því oft nefnd H2-blokkarar. Þessi lyf virka ekki eins vel og fyrrnefnd lyf þó að þau hafi gagnast vel og séu mun ódýrari.
  • lyf sem auka maga og þarmahreyfingargeta í sumum tilfellum komið af gagni ef önnur lyf hafa engin áhrif:Önnur lyf sem draga úr magasýruframleiðslu
  • lyf sem vinna gegn lofti í maga:

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á doktor.is logo

SHARE