Bananabrauð

Þetta æðislega bananabrauð kemur frá Allskonar.is

  • 100 gr döðlur, grófsaxaðar
  • 250 ml mjólk
  • 1 1/2 tsk matarsódi
  • 200 gr heilhveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 gr smjör í bitum
  • 2 bananar, stappaðir
  • 25 gr möndlur, grófsaxaðar

Undirbúningur: 10 mínútur

Bökunartími:50-60 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 180°C. Smyrðu jólaköku- eða brauðform að innan, þú getur líka klætt það að innan með smjörpappír og smurt örlítið.

Saxaðu döðlurnar og settu í pott með mjólkinni og matarsódanum. Settu á meðalhita og láttu suðuna koma upp. Slökktu undir pottinum.

Blandaðu saman í stórri skál hveitinu og lyftiduftinu, nuddaðu smjörinu vel í hveitið þar til það fer að líkjast brauðmylsnu. Þetta getur þú gert líka í matvinnsluvél.

Helltu döðlunum og mjólkinni út í hveitiblönduna ásamt stöppuðum bönunum. Hrærðu vel.
Bættu nú möndlunum út í og blandaðu vel saman.

Settu í form og bakaðu í 50-60 mínútur í miðjum ofninum. Það er ágætt að athuga eftir um 45 mínútur hvort brauðið er tilbúið með því að stinga prjón eða tannstöngli í miðjuna á brauðinu, ef brauðið er til þá er prjónninn/tannstöngullinn hreinn og ekkert deig loðir við.

Láttu kólna vel á bökunargrind áður en þú skerð brauðið.

Frábært með smjöri og hverju því sem þig lystir ofan á.

Endilega smellið einu like-i á Allskonar.is á Facebook.

SHARE