Dularfyllsti götulistamaður sem samtíminn státar af, sjálfur Banksy, gaf út án frekari formála – hrottafengna heimildarmynd sem spannar 2 mínútur sl. miðvikudag – þar sem hann speglar á hreinskilinn og beinskeyttan máta þann hrylling og hörmungar sem íbúar á Gaza búa við. Heimildarmyndin var tekin upp, klippt og framleidd af listamanninum sjálfum og hefst á orðunum:

Make this the year YOU discover a new destination.

banksy5

Vinsamleg kveðjan er svo sannarlega viðurstyggileg þegar samhengið sjálft verður ljóst en Banksy birti heimildarmyndina, sem ber nafnið Welcome to Gaza, á vefsíðu sinni án frekari formála. Myndin sýnir karlmann, væntanlega Banksy sjálfan, ferðast gegnum ólögleg neðanjarðargöng sem leiða hann inn á sjálft átakasvæðið, þar sem meðal annars má sjá börn að leik.

banksy4

The locals like it so much they never leave – because they’re not allowed to.

Í myndskeiðinu má einnig sjá tölfræðilegar upplýsingar um hernaðarárás sem ísraelski herinn hratt af stað í fyrra og kostaði 18.000 fjölskyldur heimili sín. Einnig má sjá drónaárásir sem látið er í veðri vaka að Bandaríkjamenn hafi borið ábyrgð á – innfæddir lýsa yfir vonleysi og örvinglan sinni og að lokum má einnig sjá Banksy sjálfan að störfum, þar sem hann stensilskreytir hálfhrunda múrveggi í Gaza með ádeilulist.

26artsbeat-banksy-tmagArticle

Jo Brooks, sem er upplýsingafulltrúi Banksy hefur staðfest í viðtali við breska fjölmiðla að myndbandið og svo fjögur ný listaverk sem skotið hafa upp kollinum á Gaza svæðinu, séu öll eftir Banksy sjálfan. Á vefsíðu Banksy segir listamaðurinn með eigin orðum að:

Gaza is often described as ‘the world’s largest open air prison’ because no one is allowed to enter or leave. But that seems a bit unfair to prisons – they don’t have their electricity and drinking water cut off randomly almost every day.

Banksy-Gaza-3

Að lokum endar Banksy tveggja mínútna myndskeiðið á handritaðri yfirlýsingu sem listamaðurinn sjálfur skreytti á illa farinn múrvegg á miðju Gaza svæðinu; orðum sem fela í sér hrottafengin, afdráttarlaus og þróttmikil skilaboð til umheimsins:

If we wash our hands of the conflict between the powerful and the powerless we side with the powerful—we don’t remain neutral.”

Heimildarmynd Banksy má sjá í fullri lengd hér:

Tengdar greinar:

Systur syngja um stríðið í Sýrlandi -senda umheiminum skilaboð

Tíu skuggalegustu staðir í heimi – texti og myndir

Magnaðar myndir sem munu hreyfa við þér

SHARE